Á undanhaldi að loka á frídegi verslunarmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. ágúst 2014 20:00 Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira