Á undanhaldi að loka á frídegi verslunarmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. ágúst 2014 20:00 Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira