Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 12:22 Hanna Birna hefur áður gagnrýnt Reyni Traustason fyrir fréttaflutning DV af lekamálinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16