Innlent

Öll hundahótel uppbókuð yfir helgina

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Getty
Öll þrjú hundahótelin á suðvesturhorni landsins eru fullbókuð og gott betur yfir helgina, sem er besta helgi ársins að sögn hótelrekenda. Það eru hundahótelin að Arnarstöðum í Flóa, K9 í Reykjanesbæ og Leiru á Kjalarnesi, þar sem Hreiðar Karlsson hefur verið gestgjafi í meira en 20 ár.

„Þessi helgi er alltaf yfirbókuð mörgum mánuðum fram í tímann,“ segir Hreiðar.

Er þetta bara stærsta helgi ársins eða hvað?

„Já, þetta er svipað og jól og áramót. Stærsta helgin er þessi helgi. Það fer allt eftir veðri og vind líka þessi helgi.“

En hvað kostar nú að hýsa hjá þér hund, á sólarhring?

„Sólarhringurinn er á 2200 krónur. Það er allt innifalið, sérherbergi, sér útigerði og stór leiksvæði.

Hvernig kemur nú hundunum saman?

„Hundunum kemur ágætlega saman. Sumir geta ekki verið með öðrum, þá eru þeir bara sér, hafa sitt eigið herbergi og sér útigerði. Flestir hundar geta leikið sér saman og þeir sem geta það fá að leika sér saman úti í stóru útigerði.

Fá þeir ekki sumir heimþrá?

„Það er nú skömm að segja frá því, en margir þeirra vilja ekki fara,“ sagði Hreiðar Karlsson, hótelhaldari.

Í K9 í Reykjanesbæ er líka fullbókað á kattadeildina og nokkrir fuglar eru líka vistaðir þar í búrum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×