Erlent

Vopnahlé rofið á Gasa

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/AP
Vopnahléið sem hófst á Gasa í morgun og standa átti í þrjá sólarhringa hefur verið rofið. Ísraelsher hefur ráðlagt fólki á Gasa að halda sig innandyra, en hernaðaraðgerðir eru hafnar að nýju.

Vopnahléið stóð aðeins í tæpar tvær klukkustundir. Á vef BBC kemur fram að 30 Palestínumenn hafi fallið í árás Ísraelshers í bænum Rafah, fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. Í tilkynningu frá Ísraelsher segir að árásin hafi verið gerð til að svara árás Hamas á Ísrael eftir að vopnahléið tók gildi.

Að minnsta kosti 1460 Palestínumenn, flestir óbreyttir borgarar hafa fallið í átökum milli Ísraelshers og Hamas sem staðið hafa undanfarnar þrjár vikur, en 63 Ísraelsmenn, flestir hermenn hafa fallið. 


Tengdar fréttir

Grimmdarverkin halda áfram

Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×