Traust fjármálastjórn, grunnur framtíðar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin.
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar