Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik í 1-0 í gær með vægast sagt skrautlegu marki. Árni nýtti sér misskilning í vörn Fram, lék á Denis Cardaklija og renndi boltanum í autt netið.
Hafsteinn Briem tók þá aukaspyrnu og virtist ætla að láta Denis taka hana og gaf boltann laflaust til baka. Árni var hinsvegar fljótur að átta sig á stöðunni að Hafsteinn hefði tæknilega séð tekið aukaspyrnuna og komst inn í sendinguna, lék á Denis og renndi boltanum í autt netið.
Ótrúlegt mark en Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var ósáttur með dómara leiksins að leyfa markið.
Sitt sýnist hverjum um markið en það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
