Lífið

Sjáðu Röggu nuddara lyfta 80 kílóum - myndband

Ellý Ármanns skrifar
mynd/youtube
Meðfylgjandi myndband var tekið í síðustu viku þegar Fitness Sport var með sérstaka forsýningu á Expendables 3 kvikmyndinni í Laugarásbíó þar sem fjölmargir mættu.

„Við höfum verið með forsýningu fyrir allar þrjár myndirnar og það hefur alltaf verið skemmtileg stemning," segir Svavar Jóhannsson eigandi Fitness Sport.

„Síðast þurfti að lyfta 100 kg í bekkpressu til að komast inn en núna vorum við með kraftaþraut í umsjón Hjalta Úrsus og þurfti fólk að lyfta 45 eða 80 kg steini upp á tunnu og fékk þá frían miða á myndina."

„Við áttum kannski von á að þetta væri of þungt en flestir fóru létt með steininn. Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir, eða Ragga nuddari eins og hún er kölluð, þrítugur meistari í vaxtarrækt tók þyngri steininn ein kvenna. Við gáfum fólki líka smakk af nýjustu fæðubótaefnum og Fitness Sport stelpurnar voru á staðnum og gáfu góð ráð."

„Það voru allir sammála um að myndin er frábær," segir Svavar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.