Framsókn mun ekki styðja vantrauststillögu á Hönnu Birnu Hjörtur Hjartarson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39