Lífið

Dóttirin fékk nafnið Summer Rain

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Söngkonan Christina Aguilera eignaðist dóttur með unnusta sínum, Matt Rutler, á laugardaginn í Los Angeles.

Nú hefur litla hnátan hlotið nafn en Christina sagði aðdáendum sínum frá því á Twitter í gær.

„Svo stolt af því að bjóða fallegu dóttur okkar Summer Rain Rutler velkomna í þennan heim,“ skrifar stjarnan.

Þetta er fyrsta barn Christinu og Matts en fyrir á söngkonan soninn Max, sex ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jordan Bratman.

Christina og Matt kynntust á setti myndarinnar Burlesque árið 2010 og trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.