Rússar íhuga að banna innflutning bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2014 13:18 BMW bíll í Moskvu. Viðskiptaþvinganir vestrænna þjóða gegn Rússlandi vegna íhlutunar Rússa í Úkraínu gætu haft miklar afleiðingar fyrir bílaframleiðendur, en Rússar íhuga nú að banna innflutning á bílum frá öðrum löndum. Rússar eru með þessu að vara þær þjóðir við sem hafa beitt þá viðskiptaþvingunum og víst er að mörgum bílaframleiðendum þætti þetta ekki góðar fréttir ef af yrði. Þetta segjast Rússar meðal annars ætla að gera ef enn frekari þvingunum þeim til handa verður beitt. Rússland er stór markaður fyrir bíla og í fyrra seldust þar 2,6 milljónir bíla og stór hluti þess var innfluttur. Það stefnir reyndar í talsverðan samdrátt í bílasölu á þessu ári í Rússlandi og spár gera ráð fyrir 12% minnkun. Sú tala verður vafalaust miklu hærri ef þessar hótanir Rússa verða að veruleika. Sala bíla dróst saman um heil 23% í nýliðnum júlí. Margir erlendir bílaframleiðendur smíða bíla sína í Rússlandi fyrir Rússlandsmarkað og mun þetta bann einnig gilda fyrir þá framleiðslu. Ford, Volkswagen bílafjölskyldan, Renault, Toyota og Hyundai eru meðal þeirra bílaframleiðenda sem eru með verksmiðjur í Rússlandi og hafa forsvarsmenn þessarra fyrirtækja miklar áhyggjur af þessum hótunum frá Rússlandi. Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður
Viðskiptaþvinganir vestrænna þjóða gegn Rússlandi vegna íhlutunar Rússa í Úkraínu gætu haft miklar afleiðingar fyrir bílaframleiðendur, en Rússar íhuga nú að banna innflutning á bílum frá öðrum löndum. Rússar eru með þessu að vara þær þjóðir við sem hafa beitt þá viðskiptaþvingunum og víst er að mörgum bílaframleiðendum þætti þetta ekki góðar fréttir ef af yrði. Þetta segjast Rússar meðal annars ætla að gera ef enn frekari þvingunum þeim til handa verður beitt. Rússland er stór markaður fyrir bíla og í fyrra seldust þar 2,6 milljónir bíla og stór hluti þess var innfluttur. Það stefnir reyndar í talsverðan samdrátt í bílasölu á þessu ári í Rússlandi og spár gera ráð fyrir 12% minnkun. Sú tala verður vafalaust miklu hærri ef þessar hótanir Rússa verða að veruleika. Sala bíla dróst saman um heil 23% í nýliðnum júlí. Margir erlendir bílaframleiðendur smíða bíla sína í Rússlandi fyrir Rússlandsmarkað og mun þetta bann einnig gilda fyrir þá framleiðslu. Ford, Volkswagen bílafjölskyldan, Renault, Toyota og Hyundai eru meðal þeirra bílaframleiðenda sem eru með verksmiðjur í Rússlandi og hafa forsvarsmenn þessarra fyrirtækja miklar áhyggjur af þessum hótunum frá Rússlandi.
Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður