Heilsa

Hjartað er eini heilarinn

Guðni Gunnarsson skrifar
Mynd/getty
Krafturinn sem sprettur af því að standa við gefin loforð og segja sannleikann gerir okkur verðug, trúverðug, sem veitir okkur heimild sem býr til rými þannig að við getum unnið úr orku velsældarinnar – án þess að hún standi í okkur.

Sannleikur er ást og ljós – algert óttaleysi, fullkomið æðruleysi og samhljómur við tíðni alheimsins. Í Síðasta fyrirlestrinum mælti Randy Pausch, dauðvona háskólaprófessor, meðal annars þessi frægu orð

"Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: „Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: „Hvað sem tautar og raular.“

Sannleikurinn lýsir upp tilveruna. Blekkingin er horfin, skortdýrið lagst í dvala. Það hörfaði með skugganum þegar ljósið fékk að streyma að nýju – þegar þú veittir athygli, þegar þú fannst að þú berð ábyrgð á eigin lífi, líðan og tilfinningum; þegar þú skildir að þitt heilaga verkefni er að skilgreina eigin tilgang og mark- mið, frekar en að vera stefnulaust rekald eða lauf í vindi. Skugginn dró sig baráttulaust í hlé þegar þú sendir hjartanu þau skilaboð að þú værir kominn til að vera, að núna væruð þið hjartað saman í liði; að núna fengi það rými til að tjá sig með fullum slagkrafti.
 Að núna fengi það að slá af hjartans lyst. Af öllu hjarta.

Þegar þú mætir í hjartað skilur þú að allir hafa rétt fyrir sér, að allir eiga sér tilverurétt, að allt á sér tilverurétt, að allt er eins og það á að vera. Þegar þú mætir í hjartað sérðu í gegnum blekk- inguna því að í hjartanu er aðeins ljós.

Allir sjúkdómar stafa af streitu – streita skapast af mótstöðu, að streitast á móti slætti hjartans. Hjartað slær náttúrulega, af hamingju, og þegar við þrengjum að því með höfnun erum við að streitast á móti lögmálum náttúrunnar – sam- drætti og útvíkkun, flóði og fjöru.

Kærleikur,

Guðni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.