Innlent

Sólin komin til að vera

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Krakkar njóta veðurblíðunnar í Elliðaárdalnum.
Krakkar njóta veðurblíðunnar í Elliðaárdalnum. Vísir/Daníel
Þótt farið sé að kólna á landinu hefur sólin verið tíður gestur undanfarna daga. Ekkert lát verður á því að landsmenn geti baðað sig í sólinni í næstu viku ef marka má spá Veðurstofu Íslands.

Reikna má með einhverri úrkomu á Norður- og Austurlandi á miðvikudag en að því frátöldu virðist sem sólskin verði daglegt brauð út vikuna.  Hiti verður allt að 17 stig í innsveitum Suðurlands á þriðjudaginn en annars verður hiti yfir miðjan daginn á bilinu 8-13 stig.

Hér að neðan má sjá veðurspá út vikuna klukkan tólf að hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×