Lífið

Sonur Donalds Trump á landinu

Stefán Óli Jónsson skrifar
Hér er Eric á góðri stundu með föður sínum, Donald Trump.
Hér er Eric á góðri stundu með föður sínum, Donald Trump. VÍSIR/GETTY
Eric Trump, sonur auðkýfingsins Donalds Trump sem Íslendingar þekkja vel úr raunveruleikaþáttunum The Apprentice, er nú staddur hér á landi.

Samkvæmt heimildum Vísis gistir Eric í þakíbúð á Center Hotels í miðborg Reykjavíkur og sást til hans og fjögurra vina hans þar sem þeir snæddu á Fiskmarkaðnum í gærkvöldi í fylgd íslenskra stúlkna.

Þessi gæðingur er þó ekki á lausu því Eric fyrirhugar að giftast spúsu sinni, Löru Yunasaka, í nóvember.

Eric Trump starfar hjá fyrirtæki föður síns og gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra á þróunarsviði í The Trump Organization við hlið systkina sinna, þeirra Donalds yngri og Ivönku






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.