Friðsamleg mótmæli í Ferguson - Samskipti leysa táragasið af hólmi Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2014 10:50 Mikil breyting hefur orðið á viðbúnaði lögreglunnar í Ferguson. Vísir/AP Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson' Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Haldin voru mótmæli í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Var það fimmti dagurinn í röð þar sem því er mótmælt að lögregla hafi skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana um helgina. Að þessu sinni voru mótmælin þó friðsamleg. Ríkisstjóri Missouri, Jay Nixon skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson. Þeir höfðu mætt mótmælendum þungvopnaðir í óeirðabúnaði og á brynvörðum bílum. Þá höfðu þeir lent í átökum við mótmælendur og skotið táragasi, reyksprengjum og gúmmíkúlum að þeim. Einnig skutu þeir táragasi að fréttamönnum Al Jazeera. „Það eina sem þeir gerðu þegar þeir sáu okkur var að skjóta táragasi á okkur,“ segir Pedro Smith við AP fréttaveituna. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum frá upphafi. „Nú er komið fram við okkur af virðingu.“ Af 21 þúsund íbúum Ferguson eru um 70 prósent þeirra þeldökkir, en einungis þrír af 53 lögreglumönnum bæjarins.Mótmælin fóru friðsamlega fram í gærkvöldi, í fyrsta sinn í fimm daga.Vísir/APBarack Obama, forseti Bandaríkjanna tjáði sig opinberlega um málið í fyrsta sinn í gær. Hann sagði ofbeldi bæði gegn lögreglu og friðsamlegum mótmælendum óafsakanlegt. Fylkisstjórinn skipaði Ron Johnson að leiða aðgerðir fylkislögreglunnar í Ferguson, en hann er þeldökkur. Í mótmælunum í gær gekk hann, ásamt öðrum háttsettum meðlimum fylkislögreglunnar, með mótmælendum. „Við erum hér til að þjóna og vernda,“ sagði Johnson. „Ekki til að valda ótta.“ AP segir mótmælin í gær hafa farið friðsamlega fram og að einhverju leyti minnt á skrúðgöngu. Íbúar Ferguson buðu upp á ókeypis veitingar og tónlist var spiluð víða.Fólk kom saman víða um Bandaríkin í gær til að mótmæla dauða Michael Brown. Hér má sjá friðsamleg mótmæli á Times torgi í New York.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson'
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira