Lífið

Sóley opnar nýja verslun

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar verslunin Sóley var formlega opnuð í Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði. Um er að ræða kærkomna viðbót við vinnustofu Sóley Organics sem framleiðir húðsnyrtivörulínu úr kraftmiklum villtum íslenskum jurtum.  

Gestir voru leystir út með gjafapoka.
Gígja Hilmarsdóttir og móðir hennar Sóley Elíasdóttir.
Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára.  Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna.

Andrúmsloftið er mjög gott í versluninni.
Uppistaðan í “Sóley” eru kraftmiklar villtar íslenskrar jurtir, þar með talið handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri nýju húðsnyrtivörulínunni. Þann grunn sótti Sóley Elíasdóttir, í aldagamla uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu hennar til dagsins í dag.

Laufey Elíasdóttir til hægri er andlit húðsnyrtilínunnar.
Sóley og Eyjólfur bróðir hennar.
Gunný, Sóley og Tolli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.