Lífið

Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Justin Timberlake er einn af þeim sem hafa skellt sér í ísbað til styrktar góðu málefni.
Justin Timberlake er einn af þeim sem hafa skellt sér í ísbað til styrktar góðu málefni. Vísir/Getty
Nýjasta æðið hjá fræga fólkinu í dag er The Ice Bucket Challenge eða svokölluð Ísfötuáskorun. Áskorunin gengur út á að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, taka það upp á myndband og birta á samfélagsmiðlum. Þetta uppátæki er ekki alveg tilgangslaust, en með þessu er ætlunin að vekja athygli á ALS samtökunum og safna áheitum til styrktar félaginu.

ALS stendur fyrir Amyotrophic lateral sclerosis eða betur þekkt hér á landi sem MND sjúkdómurinn. Þessi áskorun virðist heldur betur vera að borga sig, en framlög til félagsins hafa þúsundfaldast.

Þær stjörnur sem hafa lagt sitt af mörkum eru Justin Timberlake, Jimmy Fallon ásamt hljómsveitinni The Roots, leikkonan Emmy Rossum og Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, lét sitt ekki eftir liggja og gaf pening til samtakanna. Hann afþakkaði hinsvegar að taka þátt í ísbaðinu. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×