Tónlist

Nýtt lag frá Blaz Roca

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Blaz Roca sendir frá sér nýtt lag og er sólbrúnn og sæll í þokkabót.
Blaz Roca sendir frá sér nýtt lag og er sólbrúnn og sæll í þokkabót. Mynd/einkasafn
„Þetta lag hefur verið tilbúið frekar lengi en það passar bara svo vel með haustinu. Þetta er partílag en það er samt þessi raunveruleiki í þessu,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca en hann hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vökuvísa.

Í laginu nýtur hann aðstoðar söngkonunnar Sölku Sól Eyfeld og þá leggur Dias einnig hönd á plóg. „Þau er bæði Kópavogsbörn og eru bæði mikið fagfólk,“ bætir Erpur við. Lagið er eftir Erp sjálfan og Björn Þorleifsson.

Hann segir jafnframt að fleiri lög séu væntanleg frá sér. „Ég er með fleiri lög tilbúin þannig að nú fara „singlarnir“ að detta inn reglulega. Það kemur svo fljótlega út myndband við Vökuvísu sem verður geggjað,“ segir Erpur.

Blaz Roca ætlar að frumflytja þrjú ný lög úr sinni smiðju þegar hann kemur fram á 800 Bar á Selfossi á laugardagskvöld. Blaz ætlar þó einnig að taka öll sín bestu lög.

Með Blaz mæta fríðir förunautar eins og einn ferskasti plötusnúður landsins, DJ Moonshine.

Það má hlusta á nýja lagið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×