Aníta kom í mark á 2:02.45 mínútum en hún fór í undanúrslitin á 2:02.12 mínútum í gær sem er aðeins betri tími. Þetta eru samt tvö bestu hlaup Anítu á tímabilinu.
Aníta byrjaði hlaupið ágætlega vel eins og hún er vön en gaf eftir á lokasprettinum. Aníta var í þriðja sæti eftir fyrri hring en stífnaði upp í lok hlaupsins og horfði á forystuhópnum.
Aníta á ekki möguleika á því að komast í úrslitahlaupið en gæti enn endað meðal tólf efstu í þessari grein sem yrði besti árangur íslensk keppenda á EM í Zürich.