Enski boltinn

Pablo Hernández farinn til Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pablo Hernández leikur í Katar næstu árin.
Pablo Hernández leikur í Katar næstu árin. Vísir/Getty
Spánverjinn Pablo Hernández er genginn í raðir Al-Arabi í Katar frá Swansea City.

Hernández kom til velska liðsins frá Valencia fyrir 5,5 milljónir punda í ágúst 2012, en hann var dýrasti leikmaður í sögu félagsins þangað til Swansea festi kaup á Wilfried Bony fyrir 12 milljónir punda ári seinna.

Hernández er annar Spánverjinn sem fer frá Swansea til Katar, en varnarmaðurinn Chico Flores gekk til lið við Lekhwiya SC fyrr í mánuðinum.

Hernández lék 71 leik fyrir Swansea og skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×