Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 21:10 Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira