Lífið

Lét illa á tökustað nýjustu mynd Woody Allen

Woody Allen hefur vafalaust haft gaman að atvikinu enda mikill sprelligosi sjálfur.
Woody Allen hefur vafalaust haft gaman að atvikinu enda mikill sprelligosi sjálfur. vísir/getty
Upp kom ansi leiðinlegt mál á tökustað nýjustu myndar Woody Allen í Rhode Island en þar mætti maður í annarlegu ástandi og fór að kasta húsgögnum og ráðast á öryggisverði.

Maðurinn var tæklaður af lögregluþjónum þegar hann reyndi að flýja vettvang en hann hefur núna verið handtekinn.

Vitni á staðnum segja að maðurinn hafi mætt á tökustað og farið að spyrja öryggisverði skrítinna spurninga um leikara myndarinnar og þegar þeir svöruðu honum ekki fór hann að láta illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.