Lífið

Sjónvarpsmynd um ævi Brittany Murphy

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Amanda Fuller (t.v.) mun leika leikkonuna sem lést langt fyrir aldur fram Brittany Murphy (t.h.).
Amanda Fuller (t.v.) mun leika leikkonuna sem lést langt fyrir aldur fram Brittany Murphy (t.h.).
Sorgleg ævi Brittany Murphy verður gerð að sjónvarpsmynd sem frumsýnd verður á sjónvarpstöðinni Lifetime þann 6. september. Þetta er í fyrsta skipti sem gerð er mynd um ævi leikkonunnar en hún fékk hjartaáfall fyrir nærri fimm árum síðan aðeins 32 ára gömul.

Sjónvarpsmyndin verður um tveir tímar og mun leikkonan Amanda Fuller leika Murphy. Fuller er þekktust fyrir að leika í þáttaröðinni Last Man Standing ásamt Tim Allen en hún var einnig í litlu hlutverki í Grey‘s Anatomy og birtist í nokkrum þáttum. Sherilyn Fenn úr Twin Peaks mun leika móður hennar, Sharon Murphy.

Myndin fjallar um Brittany á sínum yngri árum. Þar verður sögð sagan af því hvernig móðir hennar vann að því að gera hana að stjörnu á áttunda og níunda áratugnum. Hún endar síðan með dauða leikkonunnar og hvernig hann fór með fjölskyldu hennar. Sér í lagi hvernig móðir hennar tæklaði grunsemdir þess efnis að dauða dóttur hennar hefði borið að með saknæmum hætti. 

Lifetime hefur ekki enn uppljóstrað á hvaða heimildum handrit myndarinnar er byggt en móðir Brittany Murphy hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að hún hafi ekki starfað að handritsgerð með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að sjónvarpstöðin hafi ekki ráðfært sig við hana á nokkurn hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.