Lífið

Margrét Erla Maack í atvinnuleit

Ellý Ármanns skrifar
Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack. mynd/visir/instagram
Margrét Erla Maack fjölmiðla- og sirkusdís er í atvinnuleit. Hún setti eftirfarandi skilaboð á facebooksíðuna sína í dag.

Þessa hér vantar vinnu frá svona miðjum september/byrjun október í 101 eða göngu/hjólafæri frá Hótel Holti. Má vera hlutastarf eða tímabundið verkefni, en ekki rekast á danskennslu á mánudags- og miðvikudagskvöldum og á laugardögum eftir hádegi." 

Múltítalent 

„Hef gert ýmislegt, er núna plötusnúður, danskennari, karaokeskrímsl, pistladýr og sirkusdrottning - og mun halda öllu þessu áfram með komandi vinnu. Fyrri
 störf eru til dæmis sjónvarps- og útvarpsdís, dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, fararstjóri barna og unglinga í friðarsumarbúðum í Mexíkó, Ecuador og Indónesíu." 

Hress en svolítið óþolinmóð

„Tala alls konar tungumál og er mjög góð í internetinu. Finnst leiðinlegt að vera kalt, svöng og þreytt. Ég er reyk- og barnlaus, hress en svolítið óþolinmóð. Ég tek lífinu almennt létt, en fíflagangi grafalvarlega. Holler at your gal."







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.