Lífið

Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Justin Timberlake þykir vel til fara.
Justin Timberlake þykir vel til fara. Vísir/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake mun stíga á svið klukkan 21 í Kórnum sunnudagskvöldið 24. ágúst. Löngu uppselt er á tónleikana en sextán þúsund miðar seldust á innan við klukkustund.

Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi og verður húsið opnað klukkan 18. Upphitun GusGus hefst klukkan 19:30 en plötusnúðurinn DJ Freestyle Steve mun spila frá 20:15 og þar til Justin stígur á svið.

Ekkert fatahengi verður í Kórnum og eru tónleikagestir hvattir til að mæta í þægilegum fatnaði að því er segir í upplýsingum frá Senu til tónleikagesta. Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum þangað sem engum verður hleypt inn án skilríkja.

Bannað er að mæta með stóla eða aðra stóra hluti á tónleikana. Leyfilegt er að taka myndir á síma eða litlar myndavélar á tónleikunum. Hins vegar eru atvinnumyndavélar og tilsvarandi myndavélabúnaður bannaður. Þá má ekki mæta með drykkjarföng eða mat á svæðið.

Hægt verður að nálgast miðana á tónleikana á tónleikastað frá klukkan 13. Ekki verður hægt að endurprenta glataða miða svo fólk er hvatt til að passa upp á miða sína.


Tengdar fréttir

GusGus hitar upp fyrir Timberlake

Íslenska rafsveitin GusGus mun sjá um að hita mannskapinn upp fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í ágúst. Mikil tilhlökkun er innan sveitarinnar sem ætlar að leika sín þekktustu lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.