Íslenski boltinn

Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir. vísir/valli
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Dönum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli 21. ágúst.

Tveir nýliðar eru í hópnum, en það eru Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Þórs/KA, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks.

Sif Atladóttir er ekki í hópnum, en hún glímir við meiðsli og þá er Mist Edvardsdóttir frá vegna veikinda. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður, er einnig frá vegna meiðsla.

Leikurinn er mikilvægur upp á annað sætið í riðlinum, en það getur gefið þátttökurétt í umspili um sæti á HM.

Markverðir:

Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðabliki

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Þóra Björg Helgadóttir Fylki

Aðrir leikmenn:

Ólína G. Viðarsdóttir, Val

Hallbera Guðný Gísladóttir Val

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Elísa Viðarsdóttir, Kristanstads

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Arna Sif Arngrímsdóttir, Þór/KA

Dóra María Lárusdóttir, Val

Sara Björk Gunnarsdóttir, Rosengård

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristanstads

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjörnunni

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Elín Metta Jensen, Val




Fleiri fréttir

Sjá meira


×