Fótbolti

Ólafur fær leikmann frá Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karlsson náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Sunderland.
Karlsson náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Sunderland. Vísir/Getty
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland hafa fengið liðsstyrk, en sænski kantmaðurinn David Moberg Karlsson er genginn í raðir liðsins frá Sunderland. Karlsson gerði fjögurra ára samning við danska liðið.

Karlsson gekk til liðs við Sunderland frá IFK Gautaborg sumarið 2013. Hann náði hins vegar ekki að vinna sér sæti í aðalliði Sunderland og var lánaður til skoska liðsins Kilmarnock seinni hluta síðasta tímabils.

Karlsson hóf ferilinn með IFK Mariestad, áður en hann færði sig um set til Gautaborgar.

Nordsjælland hefur byrjað tímabilið vel, en liðið situr í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir.




Tengdar fréttir

Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nordsjælland vann meistarana

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland unnu magnaðan sigur á Aab á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×