Innlent

Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks

Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd/AP
Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú.

Ráðgjafarnir sem nú hafa verið sendir bætast í hóp 250 annarra sem þegar hafa verið að störfum í landinu síðustu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×