Erlent

Hundruðir þúsunda á flótta

Birta Björnsdóttir skrifar
Breskar, bandarískar og franskar flugvélar hafa flutt flóttafólkinu vistir, mat, teppi drykkjarvatn og lyf síðustu sólarhringa, en betur má ef duga skal, samkvæmt tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum.

Talið er að 700 þúsund Jasjidar hafa lagt á flótta eftir framgang hinna herskáu samtaka Íslamskt ríki og hundruðir liggja í valnum.

Tala látinna kemur til með að hækka umtalsvert verði flóttafólkinu á Sinai fjalli ekki komið til aðstoðar.

Bretar tilynntu í gær að ákveðið hefði verið að senda nokkrar breskar orrustuþotur til Íraks til að aðstoða í átökum við Íslamskt ríki, í Írak.

Vélarnar verða notaðar í eftirlitsskyni en þær hafa þó getu til loftárása. Einnig var ákveðið að skoða möguleika Breta á því að aðstoða Kúrda í baráttunni við öfgasamtökin 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×