Lífið

Flogið í framhaldsskólapartí á Benidorm

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar stíga á stokk á Benedorm í kvöld.
Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar stíga á stokk á Benedorm í kvöld. Vísir/Getty/Valli/Stefán/Anton
Nokkrir af vinsælustu skemmtikröftum landsins koma fram á fjölmennu framhaldsskólaballi sem fram fer á Benidorm í kvöld. Nemendur úr fimm framhaldsskólum eru nú staddir þar í útskriftaferð og hefur Steinda Jr, Bent, DJ Óla Geir og Frikka Dór verið flogið út til þess að spila á balli á skemmtistað á Benidorm í kvöld.

Fyrirtækið Costa Blanca Travel skipuleggur úrskirftaferð skólanna fimm. Nemendur frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Menntaskólanum við Sund, Menntaskólanum í Kópavogi og Borgarholtsskólanum eru nú á Benidorm. Að sögn Bjarna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Costa Blanca Travel eru um 400 nemendur staddir þar að fagna útskrift úr framhaldsskóla.

Að sögn Bjarna verða tónleikarnir mjög flottir. „Við erum með skemmtistað sem verður lokað fyrir aðra en íslensku krakkana. Þau eru komin með armbönd sem eru merkt Icelandic Festival."

Íslensku skemmtikraftarnir fá kærkomið frí að sögn Bjarna. Þeir eru búnir að vera þarna í tæpa viku. „Já, sumir eru að taka konurnar með sér út og eru búnir að vera í góðu fríi. Þeir komu fyrir fimm dögum og fara annað kvöld." Bjarni segir að skemmtikraftarnir komi fram á tónleikunum og að fríið sé hluti af laununum.

Hann bætir því einnig við að einhverjir þeirra hafi verið með myndavélar með sér og séu að taka upp tónlistarmyndbönd. Upptakan mun einnig fara fram á tónleikunum í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×