Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Bjarki Ármannsson skrifar 12. ágúst 2014 15:20 Gylfi Ægisson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Salmann Tamimi. Vísir/Samsett Töluvert ber á ummælum á íslenskum netfréttamiðlum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar greiningar á hatursorðræðu á netmiðlum sem unnin var fyrir mannréttindaráð Reykjavíkur og kynnt var í dag. Í greiningunni segir einnig að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig séu algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma. Mikill meirihluti ummælanna, um 75 prósent, séu skrifuð af karlmönnum. Þá segir að fordómafull ummæli á netfréttamiðlum séu iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg. Hins vegar segir að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“Bygging mosku í Reykjavík Einn þeirra efnisflokka sem skoðaðir voru er fréttaflutningur af fyrirhugaðri byggingu mosku á lóð Félags múslima í Sogamýri. Skoðuð voru ummæli á netmiðlunum Vísi, DV og Eyjunni í tengslum við grein sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði í Morgunblaðið annars vegar og ummæli sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, lét falla í viðtali við Vísi hins vegar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að mikill, merkjanlegur munur sé á umræðunni varðandi þessi tvö mál, þó í bæði skiptin hafi það verið til umræðu hvort múslimar ættu að fá að byggja mosku á Íslandi. Umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar hafi verið mun grófari og þar hafi verið að finna mikinn fjölda af ummælum sem einkenndust af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum sem gætu mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Eins og greint var frá bárust Salmann Tamimi, einum forsvarsmanna Félags múslima, morðhótanir í ummælakerfum sem hann hugðist kæra. „Helsta ástæða þessa munar er líklega sú að í tengslum við seinni umræðuna voru margir einstaklingar sem gegna, eða voru að sækjast eftir, opinberum valdastöðum í samfélaginu sem tjáðu sig með neikvæðum hætti um byggingu mosku í Reykjavík,“ segir í niðurstöðum greiningarinnar. „Sú orðræða, ásamt þögn ýmissa valdamikilla aðila, kann að hafa verið túlkuð sem svo að það væri búið að gefa samfélagslegt samþykki fyrir því að setja slíkar skoðanir fram á opinberum vettvangi.“Ummæli um samkynhneigða Í greiningunni voru einnig skoðuð ummæli við aðsendar greinar, viðtöl, fréttir og pistla um hinsegin fólk, flest þeirra tengd frétt um ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar á Facebook þess efnis að hann teldi gleðigöngu hinsegin fólks „skemma börn.“ Einnig voru skoðaðar fréttir og viðtöl um viðhorf leiðtoga trúfélaga til samkynhneigðar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna nokkur ummæli sem hugsanlega gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt hegningarlögum. Óvíst sé þó hvort ákært yrði fyrir þessi ummæli, sé litið til dómaframkvæmdar. Í niðurstöðunum segir meðal annars: „Mikil umræða er um tjáningarfrelsi án skilnings á lagalegum takmörkum þess hugtaks. Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst það vera „pólitískt eitur og skoðanakúgun“ að mega ekki tjá fordómafullar skoðanir ... Eitt helsta einkennið er skortur á virðingu fyrir skoðunum annarra og skortur á rökræðu. Almennt svarar meirihluti þátttakenda þeim sem þeir eru ósammála með móðgunum og rökleysum frekar en af kurteisi og með rökum.“ Greiningin var unnin af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf. Lesa má greininguna í heild sinni, með fjölmörgum dæmum um ummæli sem skoðuð voru, í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Töluvert ber á ummælum á íslenskum netfréttamiðlum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar greiningar á hatursorðræðu á netmiðlum sem unnin var fyrir mannréttindaráð Reykjavíkur og kynnt var í dag. Í greiningunni segir einnig að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig séu algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma. Mikill meirihluti ummælanna, um 75 prósent, séu skrifuð af karlmönnum. Þá segir að fordómafull ummæli á netfréttamiðlum séu iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg. Hins vegar segir að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“Bygging mosku í Reykjavík Einn þeirra efnisflokka sem skoðaðir voru er fréttaflutningur af fyrirhugaðri byggingu mosku á lóð Félags múslima í Sogamýri. Skoðuð voru ummæli á netmiðlunum Vísi, DV og Eyjunni í tengslum við grein sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði í Morgunblaðið annars vegar og ummæli sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, lét falla í viðtali við Vísi hins vegar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að mikill, merkjanlegur munur sé á umræðunni varðandi þessi tvö mál, þó í bæði skiptin hafi það verið til umræðu hvort múslimar ættu að fá að byggja mosku á Íslandi. Umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar hafi verið mun grófari og þar hafi verið að finna mikinn fjölda af ummælum sem einkenndust af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum sem gætu mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Eins og greint var frá bárust Salmann Tamimi, einum forsvarsmanna Félags múslima, morðhótanir í ummælakerfum sem hann hugðist kæra. „Helsta ástæða þessa munar er líklega sú að í tengslum við seinni umræðuna voru margir einstaklingar sem gegna, eða voru að sækjast eftir, opinberum valdastöðum í samfélaginu sem tjáðu sig með neikvæðum hætti um byggingu mosku í Reykjavík,“ segir í niðurstöðum greiningarinnar. „Sú orðræða, ásamt þögn ýmissa valdamikilla aðila, kann að hafa verið túlkuð sem svo að það væri búið að gefa samfélagslegt samþykki fyrir því að setja slíkar skoðanir fram á opinberum vettvangi.“Ummæli um samkynhneigða Í greiningunni voru einnig skoðuð ummæli við aðsendar greinar, viðtöl, fréttir og pistla um hinsegin fólk, flest þeirra tengd frétt um ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar á Facebook þess efnis að hann teldi gleðigöngu hinsegin fólks „skemma börn.“ Einnig voru skoðaðar fréttir og viðtöl um viðhorf leiðtoga trúfélaga til samkynhneigðar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna nokkur ummæli sem hugsanlega gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt hegningarlögum. Óvíst sé þó hvort ákært yrði fyrir þessi ummæli, sé litið til dómaframkvæmdar. Í niðurstöðunum segir meðal annars: „Mikil umræða er um tjáningarfrelsi án skilnings á lagalegum takmörkum þess hugtaks. Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst það vera „pólitískt eitur og skoðanakúgun“ að mega ekki tjá fordómafullar skoðanir ... Eitt helsta einkennið er skortur á virðingu fyrir skoðunum annarra og skortur á rökræðu. Almennt svarar meirihluti þátttakenda þeim sem þeir eru ósammála með móðgunum og rökleysum frekar en af kurteisi og með rökum.“ Greiningin var unnin af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf. Lesa má greininguna í heild sinni, með fjölmörgum dæmum um ummæli sem skoðuð voru, í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira