Lífið

Rænd í Hamptons

Kourtney sést hér með elsta syni sínum Mason en hún á nú von á sínu þriðja barni.
Kourtney sést hér með elsta syni sínum Mason en hún á nú von á sínu þriðja barni. Vísir/Getty
Elsta Kardashian-systirin, Kourtney, var rænd í sumarleyfi sínu á dögunum þegar tæp hálf milljón, íslenskum krónum, var stolið úr svefnherbergi hennar og mannsins hennar Scott Disnick. 

Þau hafa kært atvikið þar sem fram kemur að peningarnir voru geymdir í skál inn í svefnherbergi parsins en lögreglan hefur undanfarið verið að yfirheyra tökulið raunveruleikaþáttarins Keeping up with the Kardashians sem hafa aðgang að húsi parsins. 

Þetta er í annað sinn á fáum mánuðum sem fjölskyldan verður fyrir barðinu á ræningjum en þá var tæpum sex milljónum í peningum stolið frá heimili þeirra í Calabasas. Einnig var dýrmætum skartgripum stolið af heimili systur Kourtney, Khloé, á dögunum. 

Kourtney og Scitt eiga nú von sínu þriðja barni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.