IS-liðar hóta árás á Bandaríkin Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 10:10 Fjöldi Jasída hafa verið drepnir af vígamönnum IS-samtakanna. Vísir/AFP Íslömsku samtökin IS hafa hótað því að ráðast á Bandaríkín eftir loftárásir Bandaríkjahers í norðurhluta Íraks á föstudaginn. Á vefsíðunni Site segir að í fjölda Twitter-færslna frá aðilum tengdum IS sé því hótað að endurvekja hryðjuverkasellur á Vesturlöndum vegna árása föstudagsins. Í einni færslu, sem kemur frá notanda sem lýsir sér sem herstjórnarfræðingi á vegum IS, birtir hann mynd af nyrðri Tvíburaturninum í New York í ljósum logum þar sem farþegaþota United Airlines er á leið á syðri turninn. Með myndinni fylgir texti um að brátt verði gerð ný árás á Bandaríkin, „ef guð lofar“. Undir merkinu #AmessagefromISIStoUS kemur fram fjöldi hótana gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Bandarískar orrustuþotur réðust á stórskotalið íslamista í útjaðri Erbil, helstu borgar Kúrda í norðurhluta Íraks á föstudag og laugardag. Segir Barack Obama Bandaríkjaforseti að árásirnar hafi verið gerðar til að stöðva þjóðarmorð á hundruð þúsundum kristinna og öðrum trúarlegum minnihlutahópum. Í frétt Dagens Nyheter segir að ráðherra mannréttindamála í Írak hafi á sunnudaginn sagt að IS-liðar hafi drepið um fimm hundruð Jasída. Sagði hann í samtali við Reuters að hluti þeirra, börn þeirra á meðal, hafi verið grafin lifandi.Insha Allah there shall be new 9/11s soon #CalamityWillBefallUS pic.twitter.com/AaHiVy9BSQ— Khalid Ghazali (@GhazaliOne) August 8, 2014 Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum um að hann hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Maliki forsætisráðherra sé sú stærsta á írakska þinginu. 11. ágúst 2014 10:42 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Íslömsku samtökin IS hafa hótað því að ráðast á Bandaríkín eftir loftárásir Bandaríkjahers í norðurhluta Íraks á föstudaginn. Á vefsíðunni Site segir að í fjölda Twitter-færslna frá aðilum tengdum IS sé því hótað að endurvekja hryðjuverkasellur á Vesturlöndum vegna árása föstudagsins. Í einni færslu, sem kemur frá notanda sem lýsir sér sem herstjórnarfræðingi á vegum IS, birtir hann mynd af nyrðri Tvíburaturninum í New York í ljósum logum þar sem farþegaþota United Airlines er á leið á syðri turninn. Með myndinni fylgir texti um að brátt verði gerð ný árás á Bandaríkin, „ef guð lofar“. Undir merkinu #AmessagefromISIStoUS kemur fram fjöldi hótana gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Bandarískar orrustuþotur réðust á stórskotalið íslamista í útjaðri Erbil, helstu borgar Kúrda í norðurhluta Íraks á föstudag og laugardag. Segir Barack Obama Bandaríkjaforseti að árásirnar hafi verið gerðar til að stöðva þjóðarmorð á hundruð þúsundum kristinna og öðrum trúarlegum minnihlutahópum. Í frétt Dagens Nyheter segir að ráðherra mannréttindamála í Írak hafi á sunnudaginn sagt að IS-liðar hafi drepið um fimm hundruð Jasída. Sagði hann í samtali við Reuters að hluti þeirra, börn þeirra á meðal, hafi verið grafin lifandi.Insha Allah there shall be new 9/11s soon #CalamityWillBefallUS pic.twitter.com/AaHiVy9BSQ— Khalid Ghazali (@GhazaliOne) August 8, 2014
Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum um að hann hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Maliki forsætisráðherra sé sú stærsta á írakska þinginu. 11. ágúst 2014 10:42 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum um að hann hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Maliki forsætisráðherra sé sú stærsta á írakska þinginu. 11. ágúst 2014 10:42
Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51