Ferðir fyrir forvitnar fjölskyldur Rikka skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Mynd/skjáskot Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum. Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum.
Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira