Erlent

Ungur maður skotinn til bana af lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lesley McSpaden, móðir Michael Brown.
Lesley McSpaden, móðir Michael Brown. Vísir/AP
Michael Brown var skotinn af lögreglu í Missouri í Bandaríkjunum í gær. Lögreglustjórinn á svæðinu sagði í dag að Brown hafi verið skotinn eftir að hafa ýtt lögreglumanni, ráðist á hann og reynt að ná af honum byssunni.

Þar munar þó mikli á milli lýsinga lögreglu og vitna. Vitni sem lýst hafa skotárásinni segja þó að Brown hafi staðið kyrr með hendur á lofti þegar hann var skotinn af lögreglumönnum. Fjallað er um málið á vef CNN.

„Sonur minn var nýorðinn 18 ára og nýútskrifaður úr framhaldsskóla og hann var ekki að ónáða neinn,“ segir móðir hans Lesley McSpaden. Henni var tilkynnt að sonur hennar hafi verið skotinn átta sinnum.

Fjölmenn mótmæli voru haldin í dag á staðnum þar sem Brown var skotinn.

Vitni lýsa árásinni á þann veg að Brown hafi verið á göngu með vinum sínum og þau hafi gengið eftir miðjum veginum. Lögreglubíll keyrði upp að þeim og lögreglumaður sagði þeim að nota gangstéttina. Eftir einhver orðaskipti hafi lögreglumaðurinn skotið Brown þrátt fyrir að hann hafi verið með hendur á lofti.

Þá hafi lögreglumaðurinn skotið hann aftur og nokkrum sinnum eftir að hann féll í jörðina.

Jon Belmar, lögreglustjóri.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×