Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 10. ágúst 2014 12:26 FH-ingar sóttu stig til Vestmannaeyja í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta í dag, en ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum. StevenLennon kom FH-ingum yfir og Jonathan Glenn jafnaði fyrir Eyjamenn. Fyrir leik bjuggust flestir við öruggum sigri FH-inga en þeir sitja í toppsæti deildarinnar á meðan að ÍBV er í fallbaráttu. Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, var ekki í byrjunarliði ÍBV í dag en hann heldur nú út til Noregs til þess að freista þess að hjálpa Sandnes Ulf að halda sæti sínu í deildinni. Matt Garner var því færður í miðvörðinn og kom JónIngason inn í bakvörðinn. Þessar breytingar virtust alls ekki veikja lið ÍBV því að þeir byrjuðu leikinn mun betur. Andri Ólafsson var nýttur sem djúpur miðjumaður en það er staðan sem hann þekkir vel eftir að hafa leikið hjá ÍBV á árum áður, Ian Jeffs var því færður framar á miðjuna og átti mjög góðan leik. ÍBV hélt boltanum vel og reyndu gestirnir að sækja með skyndisóknum en Steven Lennon spilaði í dag fyrir aftan Atla Viðar Björnsson og virtist það ekki ganga vel en FH-ingar sköpuðu ekki mikið af færum í leiknum eins og þeir eru vanir. Atli Viðar Björnsson fékk gott færi í fyrri hálfleik eftir frábæra sendingu JonathanHenrickx en Atli skallaði framhjá markinu. Þetta færi virtist gefa FH-ingum aukinn kraft en í næstu sókn skoraði Steven Lennon mark eftir að boltinn hrökk fyrir hann í teignum. Eyjamenn þurftu ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarki. Markið kom eftir að FH-ingar virtust sofandi í dekkningu eftir horn Víðis Þorvarðarsonar sem rataði beint á kollinn á Jonathan Glenn. Glenn stangaði boltann í netið og er því orðinn aftur einn á toppnum yfir markahæstu menn Pepsi-deildarinnar, þetta var hans áttunda mark. Seinni hálfleikurinn virtist ætla að verða hundleiðinlegur en eftir tuttugu mínútur hafði lítið sem ekkert gerst. Eftir það opnuðu liðin sig svolítið og gáfust því færi, bæði eftir skyndisóknir og góða sóknarhreyfingu manna. Atli Viðar Björnsson hélt áfram að koma sér í færi en hann slapp í gegnum vörn Eyjamanna eftir hornspyrnu þeirra en skot hans var slakt og framhjá markinu. Í uppbótartíma var Víðir Þorvarðarson einn og óvaldaður inni í markteig FH-inga en virtist ekki trúa því að hann hafi fengið boltann og skóflaði honum því yfir markið í sannkölluðu dauðafæri. FH-ingar virtust ætla að refsa fyrir það en skalli Atla Viðars fór í þverslána og þaðan yfir markið. Jafntefli því niðurstaðan og lyfta heimamenn sér upp um eitt sæti og í það níunda. FH-ingar eru nú komnir með þriggja stiga forskot á Stjörnumenn sem fá Þórsara í heimsókn annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Hefði verið sáttur með stig fyrir leikinn „Fyrirfram hefðum við verið sáttir með eitt stig gegn FH og ég held að flest lið í deildinni séu sátt með það. Eins og leikurinn þróaðist í dag þá fannst mér við fá fullt af mjög góðum færum til að taka þrjú stig. Fengum dauðafæri í restina og einn á móti markmanni í byrjun leiks og ef maður tekur þetta saman þá er maður frekar pirraður að taka ekki þrjú stig,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn toppliði FH-inga í dag. „Mér fannst við spila mjög vel varnarlega, mjög gott skipulag á liðinu, góð vinnsla og agi. Við sóttum hratt og sköpuðum góð færi, það eina sem vantaði var að klára þessi færi. Við sköpuðum fullt af góðum tækifærum á móti sennilega besta liðinu í deildinni.“ Það var erfitt að sjá hvort liðið var í toppbaráttu og hvort var í botnbaráttu í dag og var Sigurður Ragnar sammála því. „Við ræddum það fyrir leikinn að við værum búnir að fá á okkur tíu mörk í seinustu þremur leikjum og þyrftum að vinna betur sem lið, það tókst í dag og mér fannst við spila feikilega vel varnarlega og FH skapaði sér mjög fá færi í leiknum.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði Eyjamanna, er á förum frá félaginu en hann heldur til Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni. Úlfarnir eru í mikilli fallbaráttu og þurfa sárlega á stigum að halda. Eiður var ekki í byrjunarliðinu í dag og kom ekki inn á af varamannabekknum. „Það er auðvitað slæmt fyrir okkur, hann er frábær leikmaður og mikilvægur í okkar hóp. Við spiluðum án hans í dag og liðið stóð sig mjög vel, það ætti að sýna okkur að við getum þetta alveg.“Heimir Guðjónsson: Vantaði ákveðni „Ég held að við getum verið sáttir miðað við hvernig leikurinn spilaðist, þeir hefðu getað stolið þessu í restina þegar Víðir fékk algjört dauðafæri. Við áttum reyndar einhver færi en ÍBV liðið var gott í dag. Vel skipulagðir og gáfu fá færi á sig enda voru þeir búnir að fá átta mörk á sig í seinustu tveimur leikjum,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga eftir 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum í dag. „Við náðum ekki að opna þá, vorum ekki nógu öflugir sóknarlega, það vantaði hreyfingu og við hefðum mátt nýta vængina betur. Það vantaði meiri ákveðni og hreyfingu. Þegar við vorum komnir í góða stöðu vorum við að klikka á úrslitasendingunni.“ FH gæti hafa misst þetta litla forskot sem þeir höfðu á Stjörnuna fyrir leikinn fari svo að Stjarnan sigri annað kvöld. „Ef að Stjarnan vinnur á morgun, þá jafna þeir okkur en við erum með betri markatölu og getum huggað okkur við það,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
FH-ingar sóttu stig til Vestmannaeyja í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta í dag, en ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum. StevenLennon kom FH-ingum yfir og Jonathan Glenn jafnaði fyrir Eyjamenn. Fyrir leik bjuggust flestir við öruggum sigri FH-inga en þeir sitja í toppsæti deildarinnar á meðan að ÍBV er í fallbaráttu. Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, var ekki í byrjunarliði ÍBV í dag en hann heldur nú út til Noregs til þess að freista þess að hjálpa Sandnes Ulf að halda sæti sínu í deildinni. Matt Garner var því færður í miðvörðinn og kom JónIngason inn í bakvörðinn. Þessar breytingar virtust alls ekki veikja lið ÍBV því að þeir byrjuðu leikinn mun betur. Andri Ólafsson var nýttur sem djúpur miðjumaður en það er staðan sem hann þekkir vel eftir að hafa leikið hjá ÍBV á árum áður, Ian Jeffs var því færður framar á miðjuna og átti mjög góðan leik. ÍBV hélt boltanum vel og reyndu gestirnir að sækja með skyndisóknum en Steven Lennon spilaði í dag fyrir aftan Atla Viðar Björnsson og virtist það ekki ganga vel en FH-ingar sköpuðu ekki mikið af færum í leiknum eins og þeir eru vanir. Atli Viðar Björnsson fékk gott færi í fyrri hálfleik eftir frábæra sendingu JonathanHenrickx en Atli skallaði framhjá markinu. Þetta færi virtist gefa FH-ingum aukinn kraft en í næstu sókn skoraði Steven Lennon mark eftir að boltinn hrökk fyrir hann í teignum. Eyjamenn þurftu ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarki. Markið kom eftir að FH-ingar virtust sofandi í dekkningu eftir horn Víðis Þorvarðarsonar sem rataði beint á kollinn á Jonathan Glenn. Glenn stangaði boltann í netið og er því orðinn aftur einn á toppnum yfir markahæstu menn Pepsi-deildarinnar, þetta var hans áttunda mark. Seinni hálfleikurinn virtist ætla að verða hundleiðinlegur en eftir tuttugu mínútur hafði lítið sem ekkert gerst. Eftir það opnuðu liðin sig svolítið og gáfust því færi, bæði eftir skyndisóknir og góða sóknarhreyfingu manna. Atli Viðar Björnsson hélt áfram að koma sér í færi en hann slapp í gegnum vörn Eyjamanna eftir hornspyrnu þeirra en skot hans var slakt og framhjá markinu. Í uppbótartíma var Víðir Þorvarðarson einn og óvaldaður inni í markteig FH-inga en virtist ekki trúa því að hann hafi fengið boltann og skóflaði honum því yfir markið í sannkölluðu dauðafæri. FH-ingar virtust ætla að refsa fyrir það en skalli Atla Viðars fór í þverslána og þaðan yfir markið. Jafntefli því niðurstaðan og lyfta heimamenn sér upp um eitt sæti og í það níunda. FH-ingar eru nú komnir með þriggja stiga forskot á Stjörnumenn sem fá Þórsara í heimsókn annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Hefði verið sáttur með stig fyrir leikinn „Fyrirfram hefðum við verið sáttir með eitt stig gegn FH og ég held að flest lið í deildinni séu sátt með það. Eins og leikurinn þróaðist í dag þá fannst mér við fá fullt af mjög góðum færum til að taka þrjú stig. Fengum dauðafæri í restina og einn á móti markmanni í byrjun leiks og ef maður tekur þetta saman þá er maður frekar pirraður að taka ekki þrjú stig,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn toppliði FH-inga í dag. „Mér fannst við spila mjög vel varnarlega, mjög gott skipulag á liðinu, góð vinnsla og agi. Við sóttum hratt og sköpuðum góð færi, það eina sem vantaði var að klára þessi færi. Við sköpuðum fullt af góðum tækifærum á móti sennilega besta liðinu í deildinni.“ Það var erfitt að sjá hvort liðið var í toppbaráttu og hvort var í botnbaráttu í dag og var Sigurður Ragnar sammála því. „Við ræddum það fyrir leikinn að við værum búnir að fá á okkur tíu mörk í seinustu þremur leikjum og þyrftum að vinna betur sem lið, það tókst í dag og mér fannst við spila feikilega vel varnarlega og FH skapaði sér mjög fá færi í leiknum.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði Eyjamanna, er á förum frá félaginu en hann heldur til Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni. Úlfarnir eru í mikilli fallbaráttu og þurfa sárlega á stigum að halda. Eiður var ekki í byrjunarliðinu í dag og kom ekki inn á af varamannabekknum. „Það er auðvitað slæmt fyrir okkur, hann er frábær leikmaður og mikilvægur í okkar hóp. Við spiluðum án hans í dag og liðið stóð sig mjög vel, það ætti að sýna okkur að við getum þetta alveg.“Heimir Guðjónsson: Vantaði ákveðni „Ég held að við getum verið sáttir miðað við hvernig leikurinn spilaðist, þeir hefðu getað stolið þessu í restina þegar Víðir fékk algjört dauðafæri. Við áttum reyndar einhver færi en ÍBV liðið var gott í dag. Vel skipulagðir og gáfu fá færi á sig enda voru þeir búnir að fá átta mörk á sig í seinustu tveimur leikjum,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga eftir 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum í dag. „Við náðum ekki að opna þá, vorum ekki nógu öflugir sóknarlega, það vantaði hreyfingu og við hefðum mátt nýta vængina betur. Það vantaði meiri ákveðni og hreyfingu. Þegar við vorum komnir í góða stöðu vorum við að klikka á úrslitasendingunni.“ FH gæti hafa misst þetta litla forskot sem þeir höfðu á Stjörnuna fyrir leikinn fari svo að Stjarnan sigri annað kvöld. „Ef að Stjarnan vinnur á morgun, þá jafna þeir okkur en við erum með betri markatölu og getum huggað okkur við það,“ sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira