Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-1 | Víkingur náði stigi í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 10. ágúst 2014 12:24 Albert Brynjar Ingason og Ívar Örn Jónsson í baráttunni um boltann í Lautinni í kvöld. vísir/vilhelm Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira