Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 3-0 | Sannfærandi sigur hjá Val Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. ágúst 2014 17:09 Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira