Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 3-0 | Sannfærandi sigur hjá Val Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. ágúst 2014 17:09 Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira