Nýr Suzuki Vitara kynntur í haust Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 17:04 Nýr Suzuki Vitara. Talsvert mikil breyting verður á Suzuki Vitara jeppanum en ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í París í október. Ekki bara er bíllinn mikið breyttur útlitslega heldur breytist hann frá hreinræktuðum fjórhjóladrifsbíl og fær þess í stað nýtt svokallað „Allgrip“-drifrás þar sem drif á afturhjólunum kemur inn þegar þörf krefur. Einnig verður hann boðinn sem framhjóladrifsbíll og búist er við því að mest seljist af þeirri gerð hans. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þessari breytingu á bílnum, en Vitara hefur ekki síst náð miklum vinsældum hérlendis vegna þess að hann hefur verið smíðaður sem alvöru jeppi sem kemst ótroðnar slóðir líkt og aðrir stærri jeppar. Auk þess verður hann ekki með lágu drifi en þar fer annar af dáðum kostum hans. Þessi nýi bíll er sannarlega framúrstefnulegri að ytra útlit og mun vafalaust höfða til margra. Víst er að hann verður áfram á góðu verði eins og flestar gerðir Suzuki bíla, en margir munu gráta brotthvarf alvöru fjórhjóladrifs og lága drifsins. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Talsvert mikil breyting verður á Suzuki Vitara jeppanum en ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í París í október. Ekki bara er bíllinn mikið breyttur útlitslega heldur breytist hann frá hreinræktuðum fjórhjóladrifsbíl og fær þess í stað nýtt svokallað „Allgrip“-drifrás þar sem drif á afturhjólunum kemur inn þegar þörf krefur. Einnig verður hann boðinn sem framhjóladrifsbíll og búist er við því að mest seljist af þeirri gerð hans. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þessari breytingu á bílnum, en Vitara hefur ekki síst náð miklum vinsældum hérlendis vegna þess að hann hefur verið smíðaður sem alvöru jeppi sem kemst ótroðnar slóðir líkt og aðrir stærri jeppar. Auk þess verður hann ekki með lágu drifi en þar fer annar af dáðum kostum hans. Þessi nýi bíll er sannarlega framúrstefnulegri að ytra útlit og mun vafalaust höfða til margra. Víst er að hann verður áfram á góðu verði eins og flestar gerðir Suzuki bíla, en margir munu gráta brotthvarf alvöru fjórhjóladrifs og lága drifsins.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent