Illa nýttar bílaverksmiðjur í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 12:47 Í einni af verksmiðjum Renault í Evrópu. Flestar fréttir frá evrópskum bílaframleiðendum eru jákvæðar og greina frá góðum árangri þeirra í sölu einstakra bílgerða, flottum nýjum bílum og verðlaunum sem bílaframleiðendur hljóta. Staðreyndin er samt sú að evrópskir bílaframleiðendur hafa alls ekki jafnað sig á kreppunni og offjárfesting þeirra vegna mikillar bjartsýni í sölu, ekki síst fyrir kreppuna, sést best í lélegri nýtingu á mörgum bílaverksmiðjum í Evrópu. Af 100 stærstu bílaverksmiðjum í Evrópu eru 58 þeirra nýttar með minna en 75% afköstum. Almennt er talið að ef verksmiðja nær ekki 75% af mögulegum framleiðsluafköstum sé á henni tap. Afar dræm sala hefur verið á bílum í Evrópu frá kreppunni, en nú allra síðustu mánuði hefur þó sést ljós í myrkrinu og salan lítillega aukist frá síðasta ári. Það dugar þó engan veginn til að nálgast þá góðu sölu sem var fyrir árið 2008. Sumir bílaframleiðendur hafa brugðist við þessu ástandi með lokun verksmiðja, en það hefur reynst afar erfitt vegna andstöðu verkalýðsfélaga, ekki síst í suðurhluta álfunnar. Einna verst er ástandið í Frakklandi. Renault rekur til dæmis tvær verksmiðjur sínar á 34% og 36% afköstum og sú þriðja sem var endurnýjuð fyrir mikið fé árið 2005 er nú rekin á 50% afköstum. Renault hefur ekki tekist að loka neinni þeirra vegna baráttu verkalýðsfélaga, en hefur engu að síður skorið niður 7.500 störf í þeim. Renault hefur þurft að taka til þess bragðs að flytja framleiðslu frá öðrum löndum til þessara verksmiðja og hafa einnig hafið framleiðslu Nissan bíla í þeim, svo Nissan Micra. Nissan á stóran hlut í Renault fyrirtækinu. Þessi flutningur frá verksmiðjum í öðrum löndum er ekki hagkvæmur þar sem framleiðslukostnaður þar er lægri en í Frakklandi, en þetta ástand lýsir þeim styrk sem verkalýðsfélög í Frakklandi búa yfir og eru bílaframleiðendur þar í heljargreipum þeirra. PSA Peugeot Citroën náði þó að loka einni verksmiðju sinni í Aulnay, en samt eru þrjár aðrar reknar undir 75% afköstum. Opel ætlar einnig að loka verksmiðju sinni í Bochum, en rekur 5 aðrar verksmiðjur sem reknar eru á of litlum afköstum. Ford er að loka 2 verksmiðjum en hinar 3 sem eftir standa í Evrópu eru reknar með of lítilli nýtingu. Meira að segja bílaframleiðendur sem hagnast ágætlega, eins og Volkswagen, rekur einar 5 verksmiðjur sem eru vel undir 75% afköstum. Það á einnig við 3 verksmiðjur Mercedes Benz og 2 verksmiðjur BMW. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Flestar fréttir frá evrópskum bílaframleiðendum eru jákvæðar og greina frá góðum árangri þeirra í sölu einstakra bílgerða, flottum nýjum bílum og verðlaunum sem bílaframleiðendur hljóta. Staðreyndin er samt sú að evrópskir bílaframleiðendur hafa alls ekki jafnað sig á kreppunni og offjárfesting þeirra vegna mikillar bjartsýni í sölu, ekki síst fyrir kreppuna, sést best í lélegri nýtingu á mörgum bílaverksmiðjum í Evrópu. Af 100 stærstu bílaverksmiðjum í Evrópu eru 58 þeirra nýttar með minna en 75% afköstum. Almennt er talið að ef verksmiðja nær ekki 75% af mögulegum framleiðsluafköstum sé á henni tap. Afar dræm sala hefur verið á bílum í Evrópu frá kreppunni, en nú allra síðustu mánuði hefur þó sést ljós í myrkrinu og salan lítillega aukist frá síðasta ári. Það dugar þó engan veginn til að nálgast þá góðu sölu sem var fyrir árið 2008. Sumir bílaframleiðendur hafa brugðist við þessu ástandi með lokun verksmiðja, en það hefur reynst afar erfitt vegna andstöðu verkalýðsfélaga, ekki síst í suðurhluta álfunnar. Einna verst er ástandið í Frakklandi. Renault rekur til dæmis tvær verksmiðjur sínar á 34% og 36% afköstum og sú þriðja sem var endurnýjuð fyrir mikið fé árið 2005 er nú rekin á 50% afköstum. Renault hefur ekki tekist að loka neinni þeirra vegna baráttu verkalýðsfélaga, en hefur engu að síður skorið niður 7.500 störf í þeim. Renault hefur þurft að taka til þess bragðs að flytja framleiðslu frá öðrum löndum til þessara verksmiðja og hafa einnig hafið framleiðslu Nissan bíla í þeim, svo Nissan Micra. Nissan á stóran hlut í Renault fyrirtækinu. Þessi flutningur frá verksmiðjum í öðrum löndum er ekki hagkvæmur þar sem framleiðslukostnaður þar er lægri en í Frakklandi, en þetta ástand lýsir þeim styrk sem verkalýðsfélög í Frakklandi búa yfir og eru bílaframleiðendur þar í heljargreipum þeirra. PSA Peugeot Citroën náði þó að loka einni verksmiðju sinni í Aulnay, en samt eru þrjár aðrar reknar undir 75% afköstum. Opel ætlar einnig að loka verksmiðju sinni í Bochum, en rekur 5 aðrar verksmiðjur sem reknar eru á of litlum afköstum. Ford er að loka 2 verksmiðjum en hinar 3 sem eftir standa í Evrópu eru reknar með of lítilli nýtingu. Meira að segja bílaframleiðendur sem hagnast ágætlega, eins og Volkswagen, rekur einar 5 verksmiðjur sem eru vel undir 75% afköstum. Það á einnig við 3 verksmiðjur Mercedes Benz og 2 verksmiðjur BMW.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent