Króatinn Ivan Dodig toppaði það högg í gærkvöldi þegar hann bauð upp á hreint ótrúleg tilþrif í viðureign sinni gegn Spánverjanum FelicianoLópez.
Í stöðunni 5-4 (0-15) fyrir López í öðru setti virtist Spánverjinn vera að skora stig þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Dodig sem tók spretinn að endalínu vallarins.
López réðst að netinu til að tryggja stigið færi svo að Dodig myndi ná að koma boltanum einhvernveginn yfir netið, en hann gat ekkert gert í magnaðri vippu Króatans sem hann framkvæmdi með að slá boltann á milli fóta sér líkt og Federer.
Því miður fyrir Dodig skilaði þetta magnaða högg ekki sigri því hann þurfti að hætta leik vegna meiðsla í fimmta setti.
Þessi mögnuðu tilþrif má sjá hér að neðan.