Innlent

Krummi neitaði sök

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Oddur Hrafn er betur þekktur sem Krummi í Mínus.
Oddur Hrafn er betur þekktur sem Krummi í Mínus. Vísir/Vilhelm
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Krumma, staðfestir í samtali við Vísi að skjólstæðingur sinn hafi lýst yfir sakleysi sínu.

Í ákærunni segir að brotið hafi átt sér stað aðfaranótt miðvikudagsins 12. júní 2013 í húsi við Snorrabraut í Reykjavík. Á tónlistarmaðurinn þekkti að hafa sparkað í hægri fótlegg lögreglumannsins.

Þess er krafist að Oddur Hrafn verði dæmdur til refsingar og til þess að borga sakarkostnað. Brot gegn valdstjórninni varða við 106. grein almennra hegningarlaga en þar segir að hámarksrefsing sé átta ár í fangelsi en beita megi sektum ef brot er smáfellt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×