Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 14:37 Ferðamennirnir voru glaðir í bragði þegar Arngrímur mætti þeim á jöklinum. MYND/ARNGRÍMUR „Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
„Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira