Fyrstu kvikmyndirnar á RIFF tilkynntar Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 13:45 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira