Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Stórfelld náttúruspjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Um er að ræða svæði við Löðmundarvatn, skammt frá Landmannahelli og er talið að skemmdirnar hafi verið unnar á milli 19. og 21. ágúst. Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, kom að þeim og segir þær mjög umfangsmiklar. „Þetta er bara skelfilegt, ef maður á einhver orð yfir svona lagað. Þetta er svona hringspól sem maður sér stundum á Sprengisandi og víðar á söndum. Það er auðvitað nógu slæmt á slíkum stöðum en þarna er þetta að gerast á grónu landi sem maður er orðlaus yfir,“ segir Ingibjörg. Lögreglan á Hvolsvelli biður hugsanleg vitni að hafa samband í síma 4884110 eða á netfangið hvolsvollur@logreglan.is. Hafið þið einhverja hugmynd um hverjir voru þarna að verki? „Eins og staðan er núna vitum við ekkert nema að þarna var um stóra bifreið eða stórar bifreiðar að ræða, annað hvort breytta eða mjög stóra jeppa,“ segir Magnús Ragnarsson, lögreglumaður á Hvolsvelli. Hann segir augljóslega um viljaverk að ræða. „Þarna var ekki verið að fara á einhvern ákveðinn stað til að fá útsýni yfir svæðið, eins og oft er, heldur er verið að aka þarna í hringi og spæna upp landið þannig að ásetningurinn er til staðar.“ Utanvegaakstur er lögbrot og lögreglan ákveður sektarupphæðir, frá tíu þúsund krónum upp í 500 þúsund. Fólk sem keyrði upp í vesturhlíð Tjörvafells um helgina þurfti að greiða 150 þúsund krónur en hinn eða hinir ábyrgu við Löðmundarvatn gætu átt von á þyngstu viðurlögum, eða hálfrar milljón króna sekt. Afar mikið hefur verið um utanvegaakstur innan Friðlandsins í sumar og mörg mál hafa ratað til lögreglunnar. „Þetta er ekki bara lögbrot heldur er verið að skemma náttúruna og oft eitthvað sem er mjög erfitt að endurheimta,“ segir Magnús. Tengdar fréttir Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. 3. júlí 2014 20:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Stórfelld náttúruspjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Um er að ræða svæði við Löðmundarvatn, skammt frá Landmannahelli og er talið að skemmdirnar hafi verið unnar á milli 19. og 21. ágúst. Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, kom að þeim og segir þær mjög umfangsmiklar. „Þetta er bara skelfilegt, ef maður á einhver orð yfir svona lagað. Þetta er svona hringspól sem maður sér stundum á Sprengisandi og víðar á söndum. Það er auðvitað nógu slæmt á slíkum stöðum en þarna er þetta að gerast á grónu landi sem maður er orðlaus yfir,“ segir Ingibjörg. Lögreglan á Hvolsvelli biður hugsanleg vitni að hafa samband í síma 4884110 eða á netfangið hvolsvollur@logreglan.is. Hafið þið einhverja hugmynd um hverjir voru þarna að verki? „Eins og staðan er núna vitum við ekkert nema að þarna var um stóra bifreið eða stórar bifreiðar að ræða, annað hvort breytta eða mjög stóra jeppa,“ segir Magnús Ragnarsson, lögreglumaður á Hvolsvelli. Hann segir augljóslega um viljaverk að ræða. „Þarna var ekki verið að fara á einhvern ákveðinn stað til að fá útsýni yfir svæðið, eins og oft er, heldur er verið að aka þarna í hringi og spæna upp landið þannig að ásetningurinn er til staðar.“ Utanvegaakstur er lögbrot og lögreglan ákveður sektarupphæðir, frá tíu þúsund krónum upp í 500 þúsund. Fólk sem keyrði upp í vesturhlíð Tjörvafells um helgina þurfti að greiða 150 þúsund krónur en hinn eða hinir ábyrgu við Löðmundarvatn gætu átt von á þyngstu viðurlögum, eða hálfrar milljón króna sekt. Afar mikið hefur verið um utanvegaakstur innan Friðlandsins í sumar og mörg mál hafa ratað til lögreglunnar. „Þetta er ekki bara lögbrot heldur er verið að skemma náttúruna og oft eitthvað sem er mjög erfitt að endurheimta,“ segir Magnús.
Tengdar fréttir Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. 3. júlí 2014 20:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. 3. júlí 2014 20:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00