Hún tróð upp með 15 mínútna langt prógram þar sem hún flutti lög á borð við Partition og Xo. Beyonce var tilnefnd til flestra verðlauna á hátíðinni.
Á fremsta bekk sátu eiginmaður hennar og tveggja og hálfs árs dóttir þeirra, Blu Ivy, sem stigu á svið í lok atriðisins og afhentu Beyonce heiðursverðlaun kvöldsins, Video Vanguard Award, sem féllu einmitt í skaut Justins Timberlake í fyrra.
Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi bráðnað þegar litla fjölskyldan sameinaðist á sviði en poppdrottningin var með tárvot og klökk þegar hún þakkaði fyrir sig.