Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. ágúst 2014 10:13 "Ég elska ykkur," sagði söngvarinn í gær. Vísir/Andri Marinó Samkvæmt heimildum Vísis sagði Justin Timberlake við samstarfsfólk sitt og vini sem ferðuðust með honum að íslenskir áhorfendur, sem mættu á tónleika hans í gær, væru einhverjir þeir bestu sem hann hafði séð. Hann var algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum. Áhorfendur tóku ótrúlega vel undir með söngvaranum og endaði hann með því að leggja hljóðnema sinn á sviðið og lét áhorfendur sjá um sönginn í laginu Mirrors, eins og sjá má í myndbandinu frá Yahoo. Allt kvöldið dönsuðu áhorfendur og sungu með Timberlake af miklum krafti. Eins og lesa má í dóm gagnrýnanda Vísis voru tónleikarnir frábærir. Í frétt frá Yahoo Live Nation, sem sendu tónleikana út um allan heim, segir: „Íslendingar kunnu alla textana hans Timberlake.“ Í fréttinni er talað um hversu vel íslensku áhorfendurnir kunnu lög söngvarans og var sérstaklega talað um mikla þátttöku áhorfenda í lögunum Summer Love og Mirrors. Timberlake talaði mikið um Ísland á tónleikunum. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake á milli laga, tiltölulega snemma á tónleikunum. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Ef marka má heimildir Vísis var söngvarinn svo sannarlega að meina það sem hann sagði á sviðinu í gær. Enda voru tónleikagestir almennt mjög ánægðir með þessar erlendu stórstjörnu. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis sagði Justin Timberlake við samstarfsfólk sitt og vini sem ferðuðust með honum að íslenskir áhorfendur, sem mættu á tónleika hans í gær, væru einhverjir þeir bestu sem hann hafði séð. Hann var algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum. Áhorfendur tóku ótrúlega vel undir með söngvaranum og endaði hann með því að leggja hljóðnema sinn á sviðið og lét áhorfendur sjá um sönginn í laginu Mirrors, eins og sjá má í myndbandinu frá Yahoo. Allt kvöldið dönsuðu áhorfendur og sungu með Timberlake af miklum krafti. Eins og lesa má í dóm gagnrýnanda Vísis voru tónleikarnir frábærir. Í frétt frá Yahoo Live Nation, sem sendu tónleikana út um allan heim, segir: „Íslendingar kunnu alla textana hans Timberlake.“ Í fréttinni er talað um hversu vel íslensku áhorfendurnir kunnu lög söngvarans og var sérstaklega talað um mikla þátttöku áhorfenda í lögunum Summer Love og Mirrors. Timberlake talaði mikið um Ísland á tónleikunum. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake á milli laga, tiltölulega snemma á tónleikunum. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Ef marka má heimildir Vísis var söngvarinn svo sannarlega að meina það sem hann sagði á sviðinu í gær. Enda voru tónleikagestir almennt mjög ánægðir með þessar erlendu stórstjörnu.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira