Áhorfendur tóku ótrúlega vel undir með söngvaranum og endaði hann með því að leggja hljóðnema sinn á sviðið og lét áhorfendur sjá um sönginn í laginu Mirrors, eins og sjá má í myndbandinu frá Yahoo. Allt kvöldið dönsuðu áhorfendur og sungu með Timberlake af miklum krafti.
Eins og lesa má í dóm gagnrýnanda Vísis voru tónleikarnir frábærir.
Í frétt frá Yahoo Live Nation, sem sendu tónleikana út um allan heim, segir: „Íslendingar kunnu alla textana hans Timberlake.“ Í fréttinni er talað um hversu vel íslensku áhorfendurnir kunnu lög söngvarans og var sérstaklega talað um mikla þátttöku áhorfenda í lögunum Summer Love og Mirrors.
Timberlake talaði mikið um Ísland á tónleikunum. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake á milli laga, tiltölulega snemma á tónleikunum. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna.
„Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“
Ef marka má heimildir Vísis var söngvarinn svo sannarlega að meina það sem hann sagði á sviðinu í gær. Enda voru tónleikagestir almennt mjög ánægðir með þessar erlendu stórstjörnu.