Lífið

„Síðasta lagið var virkilega mér að skapi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Daníel
„Stemmningin var með ólíkindum hér í kvöld,“ segir Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld.

Timberlake spilaði hann fyrir framan 17.000 manns og virtust allir skemmta sér vel.

„Það var virkilega vel að öllu staðið hér. Ég verð að viðurkenna það að ég þekki ekki öll hans lög en samt svona einhvern slurk. Síðasta lagið var virkilega mér að skapi.“

Stefán segir að tónleikarnir í heild sinni hafi verið ótrúlega vel heppnaðir og allt í kringum þá hafi gengið mjög smurt fyrir sig.

„Kórinn er vel til þess fundinn til þess að halda svona stóra tónleika og megi þeir verða sem flestir.“


Tengdar fréttir

GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast

Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21.

Sérstakur safabar fyrir Justin

Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake.

Stemningin inni í Kórnum

Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30.

Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið

Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið.

Halda mikið upp á Justin Timberlake

Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.