Þá fljóta myndavélar yfir salnum á bómum sem varpa myndum á skjái fyrir tónleikagesti. Er um mjög tilkomumikið sjónarspila að ræða.
Nokkuð löng röð hefur myndast fyrir utan kamrana sem staðsettir eru fyrir utan Kórinn. Flestir ætla væntanlega að kasta af sér vatni svo það sé frá áður en bandaríski hjartaknúsarinn hefur leik á slaginu níu.