Fréttablaðið og Vísir tók saman nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir aðdáendur Timberlakes svo að þeir séu örugglega með allt á hreinu.
Fólk sem er í aðstöðu til þess að ganga eða hjóla á tónleikastað er hvatt til þess að gera það, að nota leigubíla, almenningssamgöngur eða deila einkabílum.
Tónleikamiðinn gildir í strætó á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 14.00 á tónleikadegi og einnig eftir tónleika.
Ef fjórir eða fleiri deila bíl gefst þeim kostur á að leggja í stæði næst tónleikahöllinni að því gefnu að stæði sé laust. Allir í bílnum verða að framvísa tónleikamiðanum sínum til að eiga kost á þessum stæðum. Athugið að áríðandi er að þeir sem ætla að nýta sér þessi stæði komi frá Vífilsstaðavegi. Ef þetta stæði orðið fullt verður viðkomandi bílum vísað í stæði við Smáralind.
Tvö stór bílastæði eru innan hverfisins og við það fyrir þá sem kjósa að mæta á einkabílum: Á svæði Spretts, sem er næst húsinu. Þar verða bílastæði fyrir bíla sem eru með fjóra farþega eða fleiri í og létt ökutæki á borð við vespur og mótorhjól. Allir farþegar þurfa að sýna tónleikamiða sína til að komast í þessi stæði.
Urðarhvarf og svæðið þar fyrir ofan. Ókeypis sætaferðir verða frá bílastæðunum við Urðarhvarf frá kl. 16 á tónleikadag.
Þá eru yfir 3.000 bílastæði við Smáralind. Ókeypis sætaferðir verða frá bílastæðunum við Debenhams frá klukkan 16.00 á tónleikadag. Þá eru stæði við Fífuna og þeir sem leggja þar geta gengið að bílastæðunum hjá Smáralind og náð sér í ókeypis sætaferð að Kórnum þar.
Eftir tónleika eru svo sætaferðir til baka frá Kórnum að þessum sömu bílastæðum og því tilvalið að sækja farþegana aftur á sama stað.
Aðstaða á tónleikastað
Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og ráðgert er að þeim ljúki milli 22.30 og 23.00.
Tapað/fundið verður á þjónustuborði í anddyri og í sértjaldi á útisvæði.
Ekkert fatahengi verður á tónleikastað.
Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.
Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum sem engum verður hleypt inn á án skilríkja.
20 ára aldurstakmark er inn á áfengissvæðin.
Hægt verður að kaupa pítsur, samlokur og ferska safa á staðnum.
Vegir með takmarkaða umferð eftir klukkan 16:00 á tónleikadag
Vatnsendavegur við Vatnsendahvarf
Vatnsendavegur við Fagraþing
Kóravegur við Vatnsendaveg
Vallakór við Vatnsendaveg
Baugakór frá Vatnsendavegi
Vatnsendavegur austan Tröllakórs við hringtorg
Salavegur við Arnarnesveg
Arnarnesvegur við hringtorg
Salavegur við Fífuhvammsveg
Hlíðardalsvegur við Fífuhvammsveg
Fitjalind við Fífuhvammsveg
Fífuhvammsvegur við hringtorg við Lindarveg
Hæðasmári (Hlíðasmári – Hagasmári)
Akrein frá bílastæði Smáralindar að hringtorgi v. Hagasmára
2 stútar frá bílastæði Smáralindar inn á Hagasmára
Stútur milli Hlíðasmára og Hæðasmára 2-6
Hagasmári (Hæðasmári 2-6 – hringtorg)
Vatnsendavegur við Vífilsstaðaveg
Vatnsendavegur milli Markarvegs og Tröllakórs
Bæjarlind (frárein – bensínstöð)
Vatnsendahvarf við Breiðholtsbraut
Reykjanesbraut
Vegagerðin/Kópavogsbær
